Skagafjörður keyrður á varaafli laugardaginn 29. maí

Vegna tengingar á nýjum jarðstreng til Sauðárkróks verður Skagafjörður keyrður á varaafli laugardaginn 29. maí frá kl. 08:15 til 18:00. Rafmagnsnotendur eru beðnir um að stilla rafmagnsnotkun í hóf og forðast óþarfa aflbreytingar. Hjaltadalur og Hegranes verður rekin frá rafstöð við Brimnes. Mögulega verður rafmagnsleysi í stuttan tíma undir lok tímans og ekki er hægt að útiloka langvarandi rafmagnsleysi. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690.