Fara í efni

Fréttir

Sundlaugin á Hofsósi lokuð tímabundið

01.09.2021
Fréttir
Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð, þar til annað verður ákveðið. Ástæðan er Covid smit sem kom upp hjá starfsmanni laugarinnar. Unnið er að þrifum í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis og er ráðleggingum rakningateymis almannavarna um viðbrögð og aðgerðir fylgt í hvívetna.

Sundlaugin á Hofsósi lokuð á morgun

30.08.2021
Fréttir
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður sundlaugin á Hofsósi lokuð á morgun, þriðjudaginn 31. ágúst. 

Vetraropnun tekur gildi í sundlaugum í Skagafirði

30.08.2021
Fréttir
Frá og með deginum í dag tekur vetraropnun gildi í sundlaugum Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undanskilinni sundlauginni á Hofsósi, þar sem haustopnun tekur gildi til 27. september. Opnunartímar verða sem hér segir:   Sundlaug Sauðárkróks Vetraropnun 30. ágúst 2021 - 31. maí 2022 Mánudaga - fimmtudaga kl 06:50 - 20:30Föstudaga kl 06:50 -...

Niðurstöður frá íbúafundum vegna sameiningaviðræðna

27.08.2021
Fréttir
Íbúafundir voru haldnir í Skagafirði og Akrahrepp í gær þar sem helstu niðurstöður greiningar ráðgjafa um mögulega sameiningu sveitafélaganna tveggja voru kynntar. Fundirnir voru haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð og félagsheimilinu Héðinsminni í Akrahreppi. Einnig voru fundirnir sendir út í streymi á Facebooksíðum sveitarfélagana...

Laugavegur í Varmahlíð

26.08.2021
Fréttir
Þann 2. júlí s.l. var birt aðsend grein í Feyki frá Rúnari Birgi Gíslasyni þar sem hann skrifaði um að götuheitið Laugavegur í Varmahlíð væri rangt og Laugarvegur væri hið rétta. Skoraði Rúnar Birgir á Sveitarfélagið Skagafjörð að leiðrétta það þar sem við ætti s.s. hjá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og víðar. Einnig benti hann á að á heimasíðu...

Íbúafundir um sameiningarviðræður í dag

26.08.2021
Fréttir
Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður vinna að mati á kostum, göllum og tækifærum sameiningar sveitarfélaganna. Í september er ráðgert að sveitastjórnir taki ákvörðun um hvort þau hyggist ráðast í formlegar sameiningarviðræður sem lýkur með því að íbúar kjósi um tillöguna. Áður en sveitastjórnir taka ákvörðun um hvort hefja skuli formlegar...

Tilkynning til íbúa í Hlíðahverfi og Túnahverfi Sauðárkróki

25.08.2021
Fréttir
Á morgun fimmtudaginn 26. ágúst verður gert við bilun í dreifikerfi hitaveitunnar og verður lokað fyrir rennsli á heitu vatni á meðan í Hlíðahverfi og Túnahverfi á Sauðárkróki. Lokað verður kl. 14 og mun lokunin standa fram eftir degi. Skagafjarðarveitur. 

Heitavatnslaust í suðurhluta Hlíðarhverfis

23.08.2021
Fréttir
Heitavatnslaust er við eftirtaldar götur í Hlíðarhverfi: Furuhlíð, Hvannahlíð, Lerkihlíð, Grenihlíð og Kvistahlíð. Gert er ráð fyrir að vatnið verði komið á um kl. 15.00, eða þegar viðgerð er lokið.  Skagafjarðarveitur biðjast afsökunar á þessum óþægindum.

Nýr forstöðumaður Árvistar

23.08.2021
Fréttir
Sigríður Inga Viggósdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Árvistar á Sauðárkróki. Sigríður Inga er með B.Sc próf í íþróttafræði og hefur víðtæka reynslu af störfum með börnum á grunnskólaaldri. Sigríður hefur verið verkefnisstjóri Vinaliðaverkefnisins undanfarin ár sem og stýrt starfi í Húsi frítímans og séð um skipulag á starfi í Sumar Tím....