Nýr forstöðumaður Árvistar

Sigríður Inga Viggósdóttir
Sigríður Inga Viggósdóttir

Sigríður Inga Viggósdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Árvistar á Sauðárkróki. Sigríður Inga er með B.Sc próf í íþróttafræði og hefur víðtæka reynslu af störfum með börnum á grunnskólaaldri. Sigríður hefur verið verkefnisstjóri Vinaliðaverkefnisins undanfarin ár sem og stýrt starfi í Húsi frítímans og séð um skipulag á starfi í Sumar Tím. Sigríður hefur reynslu af starfi skrifstofustjóra hjá Körfuknattleikssambandi Íslands sem og sviðsstjórastarfi á vegum Íþrótta – og Ólympíusambandi Íslands. Sígríður hefur einnig sinnt körfuboltaþjálfun barna hjá Tindastóli.  

Við bjóðum Sigríði Ingu hjartanlega velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar í sínum störfum.