Fara í efni

Fréttir

Laus störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði

28.07.2021
Fréttir
Laus eru til umsóknar spennandi störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Um er að ræða eftirfarandi störf: Uppeldis- og fjölskylduráðgjafi, verkefnastjóri Vinaliðaverkefnisins, starfsfólk í Árvist á Sauðárkróki, umsjónarkennari og skólaliði Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi, leikskólakennarar og starfsmenn við leikskólann Ársali á Sauðárkróki og...

Lokað á Grundarstíg

26.07.2021
Fréttir
Grundarstíg hefur verið lokað við Víðigrund á Sauðárkróki vegna framkvæmda í dag og á morgun, 26. - 27. júlí. Hægt er að komast á Grundarstíg um Smáragrund, Hólaveg og Hólmagrund.

Unnið við lagfæringar á kantsteinum

14.07.2021
Fréttir
Nú er hafin vinna við lagfæringar á kantsteinum á Sauðárkróki og mun hún standa yfir næstu daga. Vegfarendur eru beðnir um að sýna varkárni og tillitssemi á meðan.

Tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035

14.07.2021
Fréttir
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 26. nóvember 2020 að auglýsa tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Í tillögu felst m.a. endurskoðun á framboði íbúðarhúsnæðis og atvinnusvæða í sveitarfélaginu, mörkuð er stefna um...

Losun rotþróa í Skagafirði

13.07.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður mun standa fyrir losun rotþróa á næstkomandi vikum. Svæðið sem losunin nær til er frá Svartárdal, Austur- og Vesturdal að Sauðárkróki. Eigendur rotþróa eru vinsamlegast beðnir um að tryggja aðgengi losunarbíls að rotþróm og að þær séu auðfinnanlegar og opnanlegar. Ef eigendur hafa athugasemdir fram að færa vinsamlegast komið þeim á framfæri á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 455 6000 eða á netfangið ipi@skagafjordur.is

Kaupfélag Skagfirðinga leggur til 200 milljónir í samfélagsleg verkefni

07.07.2021
Fréttir
Kaupfélag Skagfirðinga mun leggja til 200 milljónir á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í Skagafirði. Forsvarsmenn Kaupfélagsins afhentu sveitastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu þess efnis við hátíðlega athöfn í Húsi Frítímans í dag. Eru þessi fjármunir hugsaðir sem stuðningur við verkefni á vegum...

Fullnaðarheimild byggðarráðs til afgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar

06.07.2021
Fréttir
Fullnaðarheimild byggðarráðs til afgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar

Óskað eftir ábendingum um einstaklinga eða fjölskyldur með góða sögur af sveitarfélaginu

01.07.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir ábendingum um einstaklinga eða fjölskyldur sem búa í Sveitarfélaginu Skagafirði og eru tilbúin að taka þátt í auglýsingu fyrir sveitarfélagið. Auglýsingin mun draga fram kosti þess að búa í Sveitarfélaginu Skagafirði og fá einstaklinga og fjölskyldur til að íhuga Skagafjörð sem búsetukost. Leitað er eftir...

Takmörkuð umferð um Víðigrund á Sauðárkróki

29.06.2021
Fréttir
Vegna vinnu við fráveitu á Víðigrund verður takmörkun á umferð í dag og á morgun (29. - 30. júní). Framkvæmdir eru nálægt Víðigrund 3 og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.