Fara í efni

Fréttir

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð opnar aftur á morgun eftir viðhaldsframkvæmdir

09.09.2021
Fréttir
Sundlaugin og íþróttahúsið í Varmahlíð opna aftur á morgun, föstudaginn 10. september, eftir viðhaldsframkvæmdir. Vetraropnun sundlauganna í Skagafirði hefur tekið gildi og er Sundlaugin í Varmahlíð opin sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga kl 08:00-21:00 Föstudaga kl 08:00 - 14:00 Laugardaga og sunnudaga kl 10.00 - 16.00

Nýjung í flokkun í Sveitarfélaginu Skagafirði

09.09.2021
Fréttir
Flokka ehf. kynnti í gær nýjung varðandi flokkun þar sem tunnur eða kör eru notuð í Sveitarfélaginu. Tilkynning frá Flokku: Við erum í samstarfi við Terra og gerum þetta þannig að græna tunnan er tæmd hingað inn í hús, eins og venjulega, en nú er allt efni úr henni baggað og sent suður, þar sem betra og vélrænna flokkunarferli er til...

Sveitarstjórnarfundur föstudaginn 10. september 2021

08.09.2021
Fréttir
Aukafundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar föstudaginn 10. september kl. 12:45 að Sæmundaragötu 7

Sundlaug Sauðárkróks lokar kl 16 í dag vegna heitavatnsleysis

08.09.2021
Fréttir
  Vegna heitavatnsleysis lokar Sundlaug Sauðárkróks kl. 16 í dag, miðvikudaginn 8. september. Eins og fram hefur komið á heimasíðunni verður heitavatnslaust á Sauðárkróki, norðvesturhluta Hegraness og á Sauðárkróksbraut að Gili frá kl 16:00 og fram eftir kvöldi vegna viðhalds í aðaldælustöð. Lokunin mun standa fram eftir kvöldi, en reynt...

Heitavatnslaust vegna viðhalds

07.09.2021
Fréttir
Á morgun, miðvikudaginn 8. september, verður heitavatnslaust á Sauðárkróki, norðvesturhluta Hegraness og á Sauðárkróksbraut að Gili frá kl 16:00 og fram eftir kvöldi vegna viðhalds í aðaldælustöð. Lokunin mun standa fram eftir kvöldi, en reynt verður að hraða framkvæmdum eins og kostur er.  Um eðlilegt viðhald er að ræða þar sem verið er að...

Vatnslaust er á Suðurgötu á Sauðárkróki

06.09.2021
Fréttir
Vatnslaust er á Suðurgötu á Sauðárkróki. Unnið er að lagfæringu. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.

Sérstakir frístundastyrkir framlengdir

06.09.2021
Fréttir
Félags- og barnamálaráðherra, hefur framlengt sérstaka frístundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og verður nú hægt að sækja um styrki út árið 2021. Þá hefur félagsmálaráðuneytið einnig gengið frá samningi við Abler um að hægt verði að...

Sundlaugin á Hofsósi opnar í dag

03.09.2021
Fréttir
Sundlaugin á Hofsósi opnar aftur í dag, 3. september og verður opin sem hér segir næstu daga: 3. september frá kl. 9-19 4.-5. september frá kl. 11-18 6.-10. september frá kl. 9-19  11.-12. september frá kl. 11-18 Kveðja, starfsfólk Sundlaugarinnar á Hofsósi.

Opnun Sundlaugarinnar á Hofsósi frestað

01.09.2021
Fréttir
Því miður þarf að fresta opnun Sundlaugarinnar á Hofsósi sem tilkynnt var í gær. Tilkynning um opnun kemur um leið og málin skýrast.