Sundlaug Sauðárkróks lokar kl 16 í dag vegna heitavatnsleysis

 

Vegna heitavatnsleysis lokar Sundlaug Sauðárkróks kl. 16 í dag, miðvikudaginn 8. september.

Eins og fram hefur komið á heimasíðunni verður heitavatnslaust á Sauðárkróki, norðvesturhluta Hegraness og á Sauðárkróksbraut að Gili frá kl 16:00 og fram eftir kvöldi vegna viðhalds í aðaldælustöð. Lokunin mun standa fram eftir kvöldi, en reynt verður að hraða framkvæmdum eins og kostur er. Um eðlilegt viðhald er að ræða.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum