Heitavatnslaust vegna viðhalds

Á morgun, miðvikudaginn 8. september, verður heitavatnslaust á Sauðárkróki, norðvesturhluta Hegraness og á Sauðárkróksbraut að Gili frá kl 16:00 og fram eftir kvöldi vegna viðhalds í aðaldælustöð. Lokunin mun standa fram eftir kvöldi, en reynt verður að hraða framkvæmdum eins og kostur er. 

Um eðlilegt viðhald er að ræða þar sem verið er að endurnýja gasskilju í dælustöð 1 sem komin var á tíma. Gasskiljan sér um að afgasa vatnið áður en því er hleypt inn á kerfið.

Íbúum er bent á að skilja ekki eftir opna krana, slökkva á gólfhitadælum og huga vel að húskerfum þegar vatni verður hleypt á að nýju.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda.