Fara í efni

Nýjung í flokkun í Sveitarfélaginu Skagafirði

09.09.2021

Flokka ehf. kynnti í gær nýjung varðandi flokkun þar sem tunnur eða kör eru notuð í Sveitarfélaginu.

Tilkynning frá Flokku:

Við erum í samstarfi við Terra og gerum þetta þannig að græna tunnan er tæmd hingað inn í hús, eins og venjulega, en nú er allt efni úr henni baggað og sent suður, þar sem betra og vélrænna flokkunarferli er til staðar.

Áður en við getum sett það í bagga þurfum við þó að láta þetta rúlla eftir færibandinu okkar og tína úr rusl og annan ófögnuð. Það er því mjög mikilvægt - nú sem áður - að EKKERT annað en endurvinnanlegt efni fari í grænu tunnuna og....

- NÚ MÁ ALLT FARA LAUST Í TUNNUNA - 

Engir glærir pokar lengur!!

En hvað má fara í grænu tunnuna? jú það er óbreytt, það er:

- PAPPI OG PAPPÍR

- DAGBLÖÐ OG TÍMARIT

- FERNUR

- HEIMILISUMBÚÐAPLAST HART OG MJÚKT

- ÁL/MÁLM DÓSIR

Umbúðirnar þarf að skola og þerra (láta þorna).

 

Á næstunni munum við geta útvegað límmiða og veggspjöld til að setja á kör og tunnur og hengja upp t.d. í sameignum, inni á veitingahúsum eða annarstaðar þar sem þurfa þykir.

Límmiðarnir eru skv. staðli frá Fenúr. Þeir hafa tekið upp samræmt norrænt merkingakerfi fyrir úrgang.

Veggspjöldin og límmiðarnir verða á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.

 

ATH!

Ef komið er með flokkað efni inn til Flokku þá þarf að halda bylgjupappanum sér - sama á við um það sem komið er með til Förgu.

Einnig viljum við minna á að stærri pakkningar s.s. undan innréttingum, sjónvörpum eða öðru þarf að koma með á móttökustöð því annars mundi tunnan fyllast ansi fljótt.

Við vonum að þessi nýjung muni mælast vel fyrir og við ætlum að reyna að vera dugleg að miðla upplýsingum til ykkar.

Við munum láta ykkur vita þegar veggspjaldið og merkingarnar verða tilbúnar.

 

Við mælum með að fylgja Flokku á Facebook, en þar er þau dugleg að miðla upplýsingum:

 

Facebook síða Flokku: https://www.facebook.com/Flokkaehf/

Heimasíða Flokku: https://flokka.is/