Fara í efni

Fréttir

Lokanir vegna malbikunarframkvæmda við Strandgötu á Sauðárkróki

29.06.2021
Fréttir
Í dag, þriðjudaginn 29. júní, verður Strandvegur á Sauðárkróki lokaður vegna malbikunarframkvæmda frá gatnamótum við Hegrabraut og að smábátahöfninni. Hjáleiðir eru um Hegrabraut og Aðalgötu (sjá mynd).

Sveitarstjórnarfundur 30. júní 2021

28.06.2021
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 30. júní kl 16:15 að Sæmundargötu 7

Kaldavatnslaust í Víðihlíð á Sauðárkróki frameftir degi

28.06.2021
Fréttir
Vegna bilunar á stofnlögn verður kaldavatnslaust í Víðihlíð frameftir degi í dag, mánudaginn 28. júní. Unnið er að lagfæringu.

Lokanir á Sauðárkróki vegna malbikunarframkvæmda

28.06.2021
Fréttir
Í dag, mánudaginn 28. júní, verða lokanir í kringum malbikunarframkvæmdir á Strandvegi á Sauðárkróki. Munu lokanir vera frá gatnamótum Strandvegar og Borgargerðis að gatnamótum Strandvegar og Hegrabrautar. Verða hjáleiðir við Hólmagrund og við Borgargerði (sjá mynd). Á morgun eru einnig fyrirhugaðar frekari malbikunarframkvæmdir á Strandveginum en...

Bæjarhátíðin Hofsós heim um helgina

25.06.2021
Fréttir
Bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram nú um helgina. Dagskráin er glæsileg að vanda og snýst fyrst og fremst um að koma saman og hafa gaman. Á dagskránni er m.a. gönguferð, tónleikar, varðeldur, markaðir, örnámskeið í leiklist, barsvar og pöbbastemning, prjónakaffi, föndur og alls konar skemmtun fyrir unga sem aldna. Hér má sjá dagskrána í heild...

Ný vinnsluhola fyrir heitt vatn í Varmahlíð

23.06.2021
Fréttir
Nýverið var undirritaður samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf um borun eftir heitu vatni í Varmahlíð. Samið var um borun vinnsluholu á heitu vatni við Reykjarhól og er áætlað að borað verði á allt að 700 metra dýpi. Áætlaður kostnaður er um 50 milljónir króna. Jarðborinn Trölli hefur nú þegar hafið...

RR ráðgjöf aðstoðar við greiningu á kostum, göllum og tækifærum mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði

21.06.2021
Fréttir
Á sameiginlegum fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hreppsnefndar Akrahrepps, 16. júní sl., var samþykkt að taka tilboði frá RR ráðgjöf í vinnu við ráðgjöf og verkefnisstjórn vegna hugsanlegrar sameiningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Í vinnunni felst m.a. ráðgjöf, gagnaöflun og upplýsingamiðlun vegna könnunar á...

Gátt fyrir rafræna reikninga opnuð á heimasíðu sveitarfélagsins

16.06.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður opnaði nýverið gátt fyrir rafræna reikninga á heimasíðu sinni. Er þetta liður í að allir reikningar sem berast til sveitarfélagsins séu á rafrænu formi. Í gáttinni geta seljendur á vörum og þjónustu til sveitarfélagsins, sem ekki senda rafræna reikninga beint úr sölukerfi sínu, sent reikning á rafrænu formi til...

Lokað hjá Sundlaug Sauðárkróks 15. júní og röskun á Hofsósi 16. júní

14.06.2021
Fréttir
Sundlaugin á Sauðárkróki verður lokuð þriðjudaginn 15. júní vegna námskeiðs starfsmanna og minniháttar viðhalds. Sundlaugin opnar aftur samkvæmt opnunartíma miðvikudaginn 16. júní. Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð til kl 17:00 miðvikudaginn 16. júní vegna námskeiðs starfsmanna. Sundlaugin verður því opin frá kl. 17:00-21:00 á miðvikudaginn....