Bæjarhátíðin Hofsós heim um helgina

Mynd frá bæjarhátíðinni Hofsós heim 2019.
Mynd frá bæjarhátíðinni Hofsós heim 2019.

Bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram nú um helgina. Dagskráin er glæsileg að vanda og snýst fyrst og fremst um að koma saman og hafa gaman.

Á dagskránni er m.a. gönguferð, tónleikar, varðeldur, markaðir, örnámskeið í leiklist, barsvar og pöbbastemning, prjónakaffi, föndur og alls konar skemmtun fyrir unga sem aldna.

Hér má sjá dagskrána í heild sinni:

Eitthvað er veðrið að setja strik í reikninginn til að byrja með og verður því smá breyting á dagskrá:  

*Göngunni upp á Róðhólshnjúk hefur verið frestað þangað til á laugardaginn kl. 17.

*Varðeldi verður einnig frestað til laugardagskvölds. Kveikt verður í kl. 22:30, brekkusöngur hefst þegar Geiratónleikarnir eru búnir.