Fara í efni

Fréttir

Garðlönd Varmahlíð

25.05.2021
Fréttir
Íbúar í Varmahlíð, hér með er vakin athygli ykkar, sem kunna að hafa áhuga, að fá til afnota garðland við Varmahlíð. Finnist nægir listhafendur, er ætlunin að útbúa garðlönd fyrir þorpsbúa þar sem rækta mætti kartöflur og/eða aðrar matjurtir. Þeir sem hafa áhuga sendi tölvupóst á kari@skagafjordur.is og tilgreini hversu stóran reit þeir vilji....

Skráning hafin í Vinnuskólann

20.05.2021
Fréttir
Nú stendur yfir skráning í Vinnuskóla Skagafjarðar fyrir börn fædd 2005-2008, nemendur sem eru að ljúka 7.-10. bekk. Vinnuskólinn verður starfandi frá mánudeginum 7. júní til föstudagsins 13. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Leitast er við að veita öllum 13 til 16 ára unglingum búsettum í Skagafirði aðgang í skólann. Vinnutíminn er 40 klukkustundir...

Heitavatnslaust í Háuhlíð og Barmahlíð um stund í dag

20.05.2021
Fréttir
Vegna tenginga í Háuhlíð verður heitavatnslaust í Háuhlíð og Barmahlíð um stund í dag. Vonast er til að rennsli komist aftur á innan tíðar.  Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Til sölu veiðileyfi í Laxá í Laxárdal

19.05.2021
Fréttir
Veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu. Um er að ræða tvo daga 30. júlí og 10. ágúst. Veiðisvæðin eru tvö. Svæði 1 er frá ósi árinnar við Sævarland að brúnni við Skíðastaði og svæði 2 frá brúnni að Háafossi.

Sveitarstjórnarfundur 19. maí 2021

17.05.2021
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 19. maí og hefst kl 16:15 að Sæmundargötu 7

Sérstökum sóttvarnaraðgerðum aflétt og skólar hefjast að nýju

17.05.2021
Fréttir
Sérstökum sóttvarnaraðgerðum sem giltu um Skagafjörð og Akrahrepp hefur verið aflétt og lífið í Skagafirði er hægt og bítandi að færast í eðlilegt horf eftir hópsmit sem upp kom í sveitarfélaginu í byrjun síðustu viku. Lögreglan á Norðurlandi vestra birti í gær á Facebooksíðu sinni að 20 einstaklingar væru í einangrun í umdæminu og 113 í sóttkví....

Ábending til hunda- og kattaeigenda

17.05.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður vill vekja athygli á því að varptími fugla er hafinn og biður hunda- og kattaeigendur að taka tillit til þess. Þeim tilmælum er beint til kattaeigenda að halda köttum sínum innandyra á nóttunni og hengja bjöllur á hálsólar þeirra. Kettir eru öflug dýr sem geta haft neikvæð áhrif á stofn fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert og því er mikilvægt að kattaeigendur fylgist með köttum sínum yfir varptíma fugla og á meðan ungar eru að verða fleygir.

Safnahús Skagfirðinga lokað í dag

14.05.2021
Fréttir
Ákveðið hefur verið að hafa Safnahúsið áfram lokað í dag, föstudaginn 14. maí, en það hefur verið lokað þessa viku vegna Covid-smita í Skagafirði. Staðan verður metin um helgina um opnun í næstu viku. Rétt er að taka fram að ekki koma sektir á bækur sem á að skila þessa viku, þ.e. 10-14. maí.

Tilkynning um félagslega heimaþjónustu og heimsendan mat

10.05.2021
Fréttir
Vegna ástandsins sem ríkir nú í Skagafirði í kjölfar Covid smita í samfélaginu er athygli vakin á því að eldra fólk og aðrir sem tilheyra viðkvæmum hópum sem hingað til hafa ekki fengið félagslega heimaþjónustu og/eða heimsendan mat geta haft samband við afgreiðslu Ráðhússins og óskað eftir símtali. Félagsráðgjafi mun hafa samband og aðstoða eftir...