Garðlönd Varmahlíð

Varmahlíð
Varmahlíð

Íbúar í Varmahlíð, hér með er vakin athygli ykkar, sem kunna að hafa áhuga, að fá til afnota garðland við Varmahlíð. Finnist nægir listhafendur, er ætlunin að útbúa garðlönd fyrir þorpsbúa þar sem rækta mætti kartöflur og/eða aðrar matjurtir. Þeir sem hafa áhuga sendi tölvupóst á kari@skagafjordur.is og tilgreini hversu stóran reit þeir vilji. Frestur til að sækja um er til 3. júní.  

Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi