Leikskólinn Ársalir verður opnaður kl. 13:00 í dag.
Þótt veðrið sé að ganga niður er þó ennþá mikil ófærð í bænum og margar götur ófærar. Af þeim sökum eru þeir foreldrar sem geta vinsamlega beðnir um að hafa börnin sín heima í dag.
Kannski voru margir farnir að vona að vorið væri rétt handan við hornið eftir veðurblíðuna undanfarið. En þá ákvað vetur konungur heldur betur að minna á sig. Eðli málsins samkvæmt setur veður og færð ýmsa þjónustu sveitarfélagsins úr skorðum en reynt er eftir fremsta megni að láta hlutina ganga eins og hægt er. Allir grunnskólar í héraðinu eru lokaðir í dag. Leikskólinn Birkilundur í Varmahlíð er opinn en lokað er á Hólum og á Hofsósi til kl. 10:00 – þá verður staðan endurmetin. Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki er lokaður en ákveðið hefur verið að meta stöðuna kl. 11:00 og sjá hvort hægt verður að opna þá.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í gær grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2021.
Samtals er nú úthlutað 764 milljónum króna úr Landsáætlun um...
Nýsköpunarkeppni 5.bekkja í Skagafirði fór fram í síðustu viku. Allir nemendur í 5.bekk í Grunnskólanum austan Vatna, Árskóla og Varmahlíðarskóla fengu fræðslu um nýsköpun ásamt því að hanna og móta hugmyndir að nýjum uppfinningum.
Nemendur hönnuðu sína hugmynd frá grunni, sumir einir og aðrir í hópum. Í framhaldi af hugmyndavinnnunni útbjuggu þeir myndband í Flipgrid sem þeir skiluðu svo inn til yfirferðar.
Frá og með mánudeginum 8. mars verða opnunartímar sorpmóttökustöðvanna Flokku og Förgu sem hér segir:
Opnunartímar Flokku á Sauðárkóki:
Mánudaga - föstudaga er opið frá kl. 8 - 17
Laugardaga er lokað
Sunnudaga er opið frá kl. 15 - 18
Opnunartímar Förgu í Varmahlíð:
Mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga er opið frá kl. 14 -...
Sundlaug Sauðárkróks verður opin lengur en vanalega laugardaginn 6. mars eða frá kl. 10-18.
Kjörið tækifæri til þess að nýta daginn á skíðum eða til ýmiskonar útivistar og skella sér svo í sund.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja, starfsfólk sundlaugarinnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi 24. febrúar 2021 tillögu að deiliskipulagi fyrir nýja götu, Nestún, í Túnahverfinu svokallaða á Sauðárkróki. Á sama fundi var einnig samþykkt tillaga að deiluskipulagi fyrir Depla í Fljótum.
Í Nestúni er gert ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús. Staðsetning...
Vegna viðgerðar í brunni við Skólastíg þarf að loka fyrir heita vatnið á Freyjugötu, Knarrarstíg og Sæmundargötu 1 a og b. Skrúfað verður fyrir rennsli um kl. 8:30 og mun lokunin vara fram eftir degi. Notendur á svæðinu eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.