Tilkynning um félagslega heimaþjónustu og heimsendan mat

Vegna ástandsins sem ríkir nú í Skagafirði í kjölfar Covid smita í samfélaginu er athygli vakin á því að eldra fólk og aðrir sem tilheyra viðkvæmum hópum sem hingað til hafa ekki fengið félagslega heimaþjónustu og/eða heimsendan mat geta haft samband við afgreiðslu Ráðhússins og óskað eftir símtali. Félagsráðgjafi mun hafa samband og aðstoða eftir þörfum. Vinsamlegast hringið í síma 455-6000.