Lokanir á Sauðárkróki vegna malbikunarframkvæmda

Í dag, mánudaginn 28. júní, verða lokanir í kringum malbikunarframkvæmdir á Strandvegi á Sauðárkróki. Munu lokanir vera frá gatnamótum Strandvegar og Borgargerðis að gatnamótum Strandvegar og Hegrabrautar. Verða hjáleiðir við Hólmagrund og við Borgargerði (sjá mynd). Á morgun eru einnig fyrirhugaðar frekari malbikunarframkvæmdir á Strandveginum en þá verður Strandvegur malbikaður frá Hegrabraut að smábátahöfninni.