Fara í efni

Formleg opnun á nýrri áhorfendastúku á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki

04.06.2021
Unnið er hörðum höndum að því að klára að setja upp áhorfendastúkuna fyrir morgundaginn.

Á morgun, laugardaginn 5. júní kl. 15:30, fer fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöllinn á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki. Áhorfendastúkan er gjöf frá Fisk Seafood og starfsfólki þess og er hin glæsilegasta. Stúkan rúmar 314 manns í sæti og er fullkomin viðbót við íþróttasvæðið á Sauðárkróki. Athöfnin er öllum opin og vonumst við til þess að sem flestir sjái sér fært að gleðjast með okkur á þessum tímamótum.

Í kjölfar athafnarinnar, kl. 16:00, fer fram leikur Tindastóls og Vals í Pepsi Max deild kvenna, en stelpurnar hafa byrjað leiktímabilið af mikilli hörku.

Áfram Tindastóll!