Samfélagsverðlaun Skagafjarðar - óskað eftir tilnefningum

Helga Sigurbjörnsdóttir hlaut samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2020
Helga Sigurbjörnsdóttir hlaut samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2020
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Samfélagsverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel. Tilnefningar þurfa að berast fyrir fimmtudaginn 22. apríl nk.
 
Hægt er að senda inn tilnefningu eftir þremur leiðum:
  • Senda inn rafrænt hér
  • Senda inn tilnefningu á heba(hja)skagafjordur.is
  • Skila inn skriflegri tilnefningu í afgreiðslu ráðhússins