Tímabundinn styrkur til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði úthlutað

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd úthlutaði á fundi sínum í gær tímabundnum styrkjum til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2020. Styrkurinn er liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði. 
Styrkjunum sem úthlutað var í gær er ætlaður þeim sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna menningarviðburða sem þurfti að fella niður eða breyta verulega vegna samkomubanns af völdum COVID-19 og hafði veruleg áhrif á rekstur og starf viðkomandi aðila.

Alls bárust 15 umsóknir og samþykktar voru 9 umsóknir sem uppfylltu skilyrði úthlutunarreglna. Til úthlutunar voru samtals 2.000.000 kr.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk: 

Bjórsetur Íslands 160.000 kr
Sviðsljós ehf 160.000 kr
Studió Benmen ehf 160.000 kr
Sigfús Benediktsson 160.000 kr
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 160.000 kr
Leikfélag Sauðárkróks 300.000 kr
Karlakórinn Heimir 300.000 kr
Króksbíó 300.000 kr
Gullgengi ehf 300.000 kr