Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa Covid-19

Eins og fram kom í frétt hér á heimasíðunni í nóvember sl. þá er opið fyrir umsóknir um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Er þetta hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna Covid-19 þar sem markmiðið er að jafna tækifæri barna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er að sækja um fyrir börn sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020. Útlagður kostnaður við íþótta- og tómstundastarf á skólaárinu 2020-2021 er styrkhæfur, allt að 45.000 kr fyrir hvert barn.

Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.

Frestur til að sækja um þennan styrk rennur út 28. febrúar nk. og því mikilvægt að sækja um hann fyrir þann tíma.

Sótt er um styrk inn á Íbúagátt Sveitarfélagsins » Umsóknir » Félagsþjónustan » Umsókn um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk. 

Hægt er að lesa nánar um styrkinn og kanna rétt á styrk með því að smella hér.

Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021.