Framlenging á gildistíma árskorta í sundlaugar Sveitarfélagsins vegna lokana

Á 285. fundi félags- og tómstundanefndar, þann 14. janúar s.l., var ákveðið að framlengja gildistíma árskorta í sundlaugar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem nemur lokunum vegna Covid-19 faraldursins á árinu 2020.  Við útfærsluna verður mið tekið af því hvenær kortin voru keypt þannig finna megi út hversu marga daga hver og einn missti vegna lokananna.    

Korthafar eru beðnir um að setja sig í samband við frístundastjóra, Þorvald Gröndal, í síma 660-4639 eða á valdi@skagafjordur.is.