Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2021 – áherslur og sjónarmið íbúa

03.12.2020
Hafðu áhrif á fjárhagsáæltun fyrir árið 2021 með því að koma með hugmyndir inn á betraisland.is

Vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 er í fullum gangi og var fyrri umræða fjárhagsáætlunar samþykkt á 404. fundi sveitarstjórnar og jafnframt vísað aftur til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 6.219 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 5.406 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 5.944 m.kr., þar af A-hluti 5.298 m.kr. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 275 m.kr. Afskriftir nema 248 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 261 m.kr. Rekstrarhalli samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 234 m.kr.
Gert er ráð fyrir fjárfestingum að fjárhæð 537mkr., afborgun lána 495 mkr. og nýrri lántöku 840 mkr.

Undanfarin ár hafa verið haldnir íbúafundir þar sem fjárhagsáætlun er kynnt og leitað eftir áherslum og sjónarmiðum íbúa. Vegna samkomutakmarkana og persónulegra sóttvarna verða ekki haldnir íbúafundir í ár heldur verður leitað eftir áherslum og sjónarmiðum íbúa í gegnum umræðuvettvanginn Betra Ísland. Þar geta íbúar komið sínum áherslum og sjónarmiðum á framfæri. Við hvetjum alla til að nýta þennan umræðuvettvang og hafa áhrif á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Opið verður fyrir innlegg á Betra Ísland til og með 9. desember 2020.

Umræðuvettvangur fyrir fjárhagsáætlun 2021 má finna inn á betraisland.is eða með því að smella hér.