Fara í efni

Auglýsing vegna verndarsvæðis í byggð - Aðalgata 10a

30.11.2020
Aðalgata 10a

Byggingarleyfisumsókn frá eiganda Aðalgötu 10a liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Sótt er um leyfi til að gera breytingar á útliti neðri hæðar hússins sem er byggt árið 1958 og er áætlaður verktími um sex mánuðir. Húsið stendur innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki.

Húsið telst hafa miðlungs varðveislugildi  samkvæmt greinargerð um Verndarsvæði í byggð frá 2018 og mati Húsakönnunar Sauðárkróks. Norðurhluti gamla bæjar frá 2018. Samkvæmt lögum nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð skal sveitarstjórn auglýsa fyrirhugaða framkvæmd þannig að hagsmunaaðilum og almenningi gefist tækifæri til að kynna sér hana og koma athugasemdum á framfæri áður  en ákvörðun er tekin um framkvæmdina.

Gögn um fyrirhugaða framkvæmd liggja frammi í Ráðhúsi sveitarfélagsins við Skagfirðingabraut og hér á heimasíðunni frá og með miðvikudeginum 2. desember til og með 16. desember 2020. 

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 16. desember 2020 til byggingarfulltrúa í Ráðhúsi Skagfirðingabraut 21 eða á netfangið: andrig@skagafjordur.is