Kennsla fellur niður í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna

Skólahald fellur niður í dag, fimmtudaginn 3. desember, í Varmahlíðarskóla og í Grunnskólanum austan Vatna vegna veðurs og ófærðar. Jafnframt fellur kennsla niður í tónlistarskólum á sömu stöðum. Leikskólar í Hofsósi, Varmahlíð og á Hólum eru opnir.