Fara í efni

Fréttir

Auglýsing vegna framkvæmda við Sæberg - verndarsvæði í byggð á Hofsósi

30.09.2020
Fréttir
Hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar liggur fyrir byggingarleyfisumsókn frá eiganda Sæbergs á Hofsósi, um leyfi til að gera minni háttar breytingar á húsnæðinu. Breytingarnar varða stækkun á viðbyggingu hússins og er áætlaður verktími er um 6 mánuðir. Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er Plássið og Sandurinn á Hofsósi sem staðfest var af ráðherra 12. febrúar 2020.

Útboð - Skólaakstur á Sauðárkróki

23.09.2020
Fréttir
Auglýst er eftir tilboðum í skólaakstur fyrir grunnskólann Árskóla og leikskólann Ársali á Sauðárkróki skólaárið 2020-2021. Tilboðum skal skila í Ráðhús fyrir kl. 12 mánudaginn 12. október 2020. Sjá nánari upplýsingar á meðfylgjandi auglýsingu.

Umhverfisverðlaun Skagafjarðar 2020 afhent

18.09.2020
Fréttir
Meðlimir úr Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar afhentu á dögunum umhverfisverðlaun Skagafjarðar. Hefð er orðin fyrir því að konur úr Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar fari í skoðunarferðir um Skagafjörð á sumrin til að meta bæi, hverfi og svæði í firðinum fyrir umhverfisverðlaunin, sem er samvinnuverkefni klúbbsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Að...

Leikskólinn Tröllaborg óskar eftir skólaliða

16.09.2020
Fréttir
Leikskólinn Tröllaborg á Hólum óskar eftir skólaliða í 100% starfshlutfall. Leikskólinn Tröllaborg er tveggja deilda leikskóli sem rekinn er í tveimur byggðakjörnum, Hofsósi og Hólum. Í vetur eru 27 börn í leikskólanum á aldrinum 1-5 ára. Leikskólinn Tröllaborg er SMT leikskóli og heilsueflandi leikskóli. Unnið er eftir framtíðarsýn Skólastefnu...

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2020 - Tilnefningar

09.09.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Samfélagsverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel. Tilnefningar þurfa að berast fyrir föstudaginn 25. september nk.   Hægt er að senda...

Tilkynning um styttri opnunartíma í sundlaug Sauðárkróks vegna sundnámskeiða

07.09.2020
Fréttir
Sundlaug Sauðárkróks verður lokuð almenningi dagana 7. - 21. september milli kl 12:30-16:20 vegna sundnámskeiða yngstu nemenda Árskóla á Sauðárkróki.

Sæluviku 2020 aflýst

02.09.2020
Fréttir
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákvað á fundi sínum í dag að aflýsa Sæluviku 2020 sem fara átti fram dagana 27. september til 3. október. Vegur þyngst í þeirri ákvörðun hertar sóttvarnaraðgerðir almannavarna og ekki fyrirséð hvenær þeim verður aflétt. Þrátt fyrir að Sæluviku 2020 hafi verið aflýst var ákveðið að veita Samfélagsverðlaun...

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matvælasjóð

02.09.2020
Fréttir
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir...

Brunavarnir Skagafjarðar fá afhentan nýjan sjúkrabíl

01.09.2020
Fréttir
Brunavarnir Skagafjarðar hafa tekið í notkun nýjan sjúkrabíl, en um er að ræða einn af 25 bílum sem Rauði krossinn er að afhenda um þessar mundir. Um er að ræða nýjustu gerð af Mercedes Benz Sprinter en útlit þeirra er töluvert frábrugðið því sem almenningur þekkir. Útlitið hefur vakið töluverða athygli, en bílarnir eru gulir á lit með svokölluðu...