Fara í efni

Fréttir

Býður þú upp á skemmtilega afþreyingu?

03.07.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hafið undirbúning að jólagjöfum starfsmanna sveitarfélagsins fyrir næstu jól. Ert þú að veita einhverja þjónustu eða býður þú upp á afþreyingu sem sniðugt væri að gefa í formi gjafabréfs? Ef þú hefur eitthvað á þínum snærum sem gæti verið sniðugt í jólapakkann og vilt koma á framfæri þá máttu gjarnan senda...

Leikskólastjóri Tröllaborg

02.07.2020
Fréttir
Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að leiða skólastarfið með jákvæðum hætti, stilla saman strengi starfsmanna og heimila og vera tilbúinn til að vinna í teymum með sérfræðingum skólaþjónustu og yfirstjórn skólamála í héraðinu.

Laus er til umsóknar íbúð í almenna íbúðaleigukerfinu

02.07.2020
Fréttir
Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar í almenna íbúðaleigukerfinu. Um er að ræða eina þriggja herbergja íbúð að Laugatúni 23 á Sauðárkróki. Markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. með byggingu almennra íbúða er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr....

Auglýsingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Aðalgötu 1 og Aðalgötu 16B

30.06.2020
Fréttir
Umsóknir um byggingarleyfi liggja hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Aðalgötu 1 og Aðalgötu 16B á Sauðárkróki. Framkvæmdirnar eru innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki sem var staðfest af ráðherra þann 11. febrúar 2020.

Molar frá leikskólanum Birkilundi

30.06.2020
Fréttir
Í leikskólanum Birkilundi starfar metnaðarfullt starfsfólk sem sinnir starfinu sínu vel og leitast við að gera það besta úr aðstæðum. Í dag býr leikskólinn við þröngan húsakost og starfar í tveimur húsum sem oft getur reynst flókið. Það er því afar ánægjulegt að segja frá því að í framhaldi af sameiginlegri viljayfirlýsingu Sveitafélagsins...

Laust starf verkefnastjóra á fjölskyldusviði

30.06.2020
Fréttir
Starfið heyrir beint undir sviðsstjóra fjölskyldusviðs en viðkomandi mun einnig vinna í nánu samstarfi við sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Í starfinu felst mikið samstarf og teymisvinna með öðrum stjórnendum sveitarfélagins.

Ert þú að framleiða eitthvað sniðugt?

29.06.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hafið undirbúning að jólagjöfum starfsmanna sveitarfélagsins fyrir næstu jól. Við erum að leita að vörum sem eru t.d. praktískar, fallegar, bragðgóðar, heima úr héraði o.s.frv. sem gaman væri að gefa fjölbreyttum hópi starfsmanna sveitarfélagsins. Ef þú hefur vöru á þínum snærum sem þú telur að gæti verið í...

Sæluvika Skagfirðinga 2020 verður dagana 27. september til 3. október.

29.06.2020
Fréttir
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkti á fundi sínum sl. föstudag að Sæluvika Skagfirðinga 2020 muni fara fram dagana 27. september til 3. október nk. Fresta þurfti Sæluviku vegna þeirra takmarkana sem í gildi voru í samfélaginu vegna Covid-19 en hún er ávallt haldin í lok apríl ár hvert. Leikfélag Sauðárkróks mun frumsýna leikritið "Á...

Tilkynning vegna Umhverfisverðlauna Skagafjarðar

29.06.2020
Fréttir
Með hækkandi sól og gleðinni sem sumrinu fylgir munu konur úr Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar fara í skoðunarferðir um fjörðinn í byrjun júlí og svo aftur í byrjun ágúst til að meta bæi, hverfi og svæði í firðinum fyrir Umhverfisverðlaun Skagafjarðar, sem er samvinnuverkefni klúbbsins og sveitarfélagsins.