Fara í efni

Leikskólastjóri Tröllaborg

02.07.2020

Leikskólastjóri Tröllaborg

Hofsós – Hólar í Hjaltadal

 

Upphaf starfs:  1. ágúst 2020 eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall:  100% starfshlutfall.

Lýsing á starfinu:  Leikskólastjóri stjórnar daglegri starfsemi leikskólans. Leikskólastjóri ber ábyrgð á gerð námskrár, ársáætlunar, ársskýrslu og mati á starfsemi leikskólans. Leikskólastjóri er faglegur leiðtogi leikskólans. Leikskólastjóri ber ábyrgð á samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.

Menntunarkröfur:  Leikskólakennaramenntun. Leyfisbréf kennara. Viðbótarmenntun/reynsla í stjórnun er æskileg.

Hæfniskröfur:  Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að leiða skólastarfið með jákvæðum hætti, stilla saman strengi starfsmanna og heimila og vera tilbúinn til að vinna í teymum með sérfræðingum skólaþjónustu og yfirstjórn skólamála í héraðinu. Hann þarf að vera framsýnn, lausnamiðaður, hugmyndaríkur og umbótasinnaður.

  • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er kostur.
  • Samstarfshæfni, framúrskarandi hæfxx í mannlegum samskiptum og gott læsi á umhverfi og samfélag.
  • Sjálfsstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Almenn tölvukunnátta og góð íslenskukunnátta.
  • Hreint sakavottorð, skv. lögum um leikskóla.

Launakjör:  Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ  f.h. Félag stjórnenda leikskóla.

Umsóknarfrestur:  Er til og með 16. júlí 2020.

Nánari upplýsingar: Selma Barðdal, fræðslustjóri í síma 844 9874 eða selma@skagafjordur.is

Umsóknir:  Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá, afrit af prófskírteini og leyfisbréfi ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.