Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í skólaakstur Árskóla og Ársala 2020-2023. Áætlaður heildarakstur er um 23.600 km yfir samingstímabil.
Um er að ræða neðangreindan akstur:
Eina reglubundna akstursleið fyrir Árskóla sem ekin er skv. tímatöflu sem nánar er skilgreind í útboðsgögnum. Akstur um 8000km yfir samingstímabil.
Akstur...
Hátíðardagskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður með óhefðbundnu sniði í ár sökum þeirra takmarkana sem í gildi eru vegna Covid-19.Er dagskráin að mestu rafræn í ár en einnig verða minni viðburðir um allan fjörð. Til að mynda verða sundlaugar sveitarfélagsins með sundlaugardiskó og hestafjör verður á dagskrá á þremur stöðum í Skagafirði þar...
17. júní hátíðarhöld verða með óhefðbundnu sniði í ár í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Hátíðardagskrá verður streymt frá kl 12:00 á Facebooksíðu og heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar (www.skagafjordur.is). Hátíðarávarp, Fjallkonan, Leikfélag Sauðárkóks og frábær tónlistaratriði beint úr héraði verða á dagskránni.Sundlaugar sveitarfélagsins...
Fræðsluþjónusta Skagafjarðar í samráði við stjórnendur grunnskólanna vann að stöðumati á innleiðingu spjaldtölvuverkefnis og greiningu á upplýsinga- og tæknimálum í grunnskólum í Skagafirði á skólaárinu 2019-2020. Tilgangurinn var fyrst og fremst að varpa ljósi á hvaða árangri verkefnið hefur skilað en því var hleypt af stokkunum skólaárið...
Vegna vinnu í aðveitustöð í Varmahlíð verða rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í Skagafirði aðfararnótt föstudagsins 19. júní.
Rafmagnslaust verður í sveitum frá miðnætti til kl. 04:00 um nóttina.
Rafmagnstruflanir verða í Fljótum, Sléttuhlíð, Hofsós, Unadal og Deildardal kl. 23 að kvöldi fimmtudagsins og aftur að vinnu lokinni um kl. 04:00 aðfararnótt föstudags.
Föstudaginn 12. júní sl. hlaut Sveitarfélagið Skagafjörður styrkúthlutun að fjárhæð 23,5 milljónum kr. til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli. Kemur styrkurinn úr landsátakinu Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitti styrknum viðtöku.
Mikið er um framkvæmdir í Skagafirði þessa dagana og gaman að keyra um og fylgjast með uppganginum. Unnið er hörðum höndum að Sauðárkrókslínu 2 milli Varmahlíðar og Sauðárkróks og tengiviki rísa á Sauðárkróki og í Varmahlíð, en með Sauðárkrókslínu 2 eykst orkuöryggi þar sem flutningsgeta raforku til Sauðárkróks mun tvöfaldast. Framkvæmdir eru...