Fara í efni

Skýrsla um stöðu upplýsinga- og tæknimála í grunnskólum í Skagafirði

16.06.2020

Fræðsluþjónusta Skagafjarðar í samráði við stjórnendur grunnskólanna vann að stöðumati á innleiðingu spjaldtölvuverkefnis og greiningu á upplýsinga- og tæknimálum í grunnskólum í Skagafirði á skólaárinu 2019-2020.  Tilgangurinn var fyrst og fremst að  varpa ljósi á hvaða árangri verkefnið hefur skilað en því var hleypt af stokkunum skólaárið 2014-2015. Í stöðumatinu voru búnar til sérstakar viðhorfakannanir sem lagðar voru fyrir nemendur 6. – 10. bekkja, kennara og foreldra/forsjáraðila nemenda í 6. – 10. bekkjum. Upplýsingar úr innra mati skólanna voru rýndar, einnig niðurstöður úr völdum spurningum úr Skólapúlskönnunum og óskað eftir greinargerðum frá skólastjórum um stöðu upplýsinga- og tæknimála í hverjum skóla. Starfsfólk fræðsluþjónustu annaðist úrvinnslu gagna, skilaði skýrslu til fræðslunefndar og kynnti niðurstöður á fundi nefndarinnar 12. maí sl. Ráðgert er að skýrslan verði rýnd með starfsfólki grunnskólanna í upphafi næsta skólaárs í þeim tilgangi að ígrunda hvert skuli stefna og gera áætlanir um umbætur þar sem þeirra er þörf.

Hér má skoða skýrsluna í heild sinni.