Fara í efni

Laus er til umsóknar íbúð í almenna íbúðaleigukerfinu

02.07.2020

Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar í almenna íbúðaleigukerfinu.

Um er að ræða eina þriggja herbergja íbúð að Laugatúni 23 á Sauðárkróki.

Markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. með byggingu almennra íbúða er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. laga um almennar leiguíbúðir við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.

Um byggingu og útleigu íbúðanna gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016.

Almennum íbúðum er úthlutað til þriggja ára í senn samkvæmt forgangsröðun Skagfirskra leiguíbúða hses. Stjórn Skagfirskra leiguíbúða hses. úthlutar íbúðunum eftir að farið hefur verið yfir allar umsóknir. 

Umsóknir skulu berast til ráðhússins á Sauðárkróki. Með umsókninni skal fylgja afrit af skattframtali 2019 og afrit af þremur síðustu launaseðlum umsækjenda. Endurnýja þarf áður innsendar umsóknir ef áhugi er fyrir hendi að senda inn nýja umsókn.

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2020.

 

Umsókn og frekari upplýsingar er að finna hér.

Tekið er við fyrirspurnum á netfangið leiguibudir@skagafjordur.is.