Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál

08.10.2020

Deiliskipulagsmál

 Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagslýsing  fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

 

  1. Miklihóll land 2, L221574. Skagafirði. (Laufsalir).Deiliskipulag frístundasvæðis.

Kynnt er skipulagslýsing  vegna deiliskipulags fyrir spilduna Laufsali, sem tekur til um 21ha svæðis og afmarkast að vestan af landamerkjum Laufhóls, að norðan af landamerkjum Ásgarðs, að austan með Siglufjarðarvegi (76) og að sunnan af Laufhólsvegi (7762). Fyrir er á svæðinu eitt heilsárshús og er áætlað að byggja annað heilsárshús, auk aðstöðuhúss og einbýlishúss. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Siglufjarðarvegi.

 

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt deiliskipulagstillaga fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

 

  1. Ármúli L145983 – Deiliskipulag fyrir gestahús. Skagafirði.

Kynnt er tillaga að deiliskipulagi sem tekur til um 2.500m2 svæðis í landi Ármúla L145983.

Fyrir er á svæðinu Íbúðarhús og bílskúr og tvö gestahús.  Til stendur að bæta við 2 gestahúsum. Svæðið er skilgreint í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem landbúnaðarland. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Sauðárkróksbraut.

 

  1. Staðarhof deiliskipulag nýbýlis. Skagafirði.

Kynnt er tillaga að deiliskipulagi sem tekur til um 24.ha nýbýlis úr landi Hafsteinsstaða. Svæðið sem um ræðir liggur ofan Sauðárkróksbrautar í landi Hafsteinsstaða og mun fá heitið Staðarhof. Deiliskipulagið tekur til byggingar íbúðarhúss, frístundahúss/gestahúss, reiðskemmu og vélageymslu.

Svæðið er skilgreint í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem landbúnaðarland. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Sauðárkróksbraut.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst  eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

 

  1. Neðri-Ás 2, land 3 og 4, í Hjaltadal. Skagafirði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi 23.9.2020 tillögu að deiliskipulagi fyrir Neðri-Ás 2, land 3 og land 4 í Hjaltadal, sem er um 8,5 ha spilda sem staðsett er á ási, sem skilur að Hjaltadal í vestri og Kolbeinsdal í austri. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 9 lóðum undir frístundahús og 9 lóðum fyrir orlofshúsabyggð. Fyrir eru á svæðinu nokkur frístundahús. Aðkoma að svæðinu er um Siglufjarðarveg og um aðkomuveg af Ásavegi. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021og endurskoðað Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í vinnslu.


Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki, á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast gögn á vefslóðinni http://www.skagafjordur.is

Deiliskipulagslýsing nr. 1 er í kynningu frá 7. október til 30. október 2020.  

Deiliskipulagstillögur nr. 2 og nr. 3, eru í kynningu frá 7. október til 30. október 2020. 

Deiliskipulagstillaga nr. 4 er í auglýsingu frá 7. október til 18. nóvember 2020.  

 

Þeir aðilar sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir og eða ábendingar við tillögur. Við tilögur nr. 1-3 er frestur til að skila inn ábendingum/athugasemdum til 30. október 2020, og við tillögu nr. 4, er frestur til að skila ábendingum/athugasemdum til 18. nóvember 2020.

 

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og má afhenda á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Skagfirðingabraut 21 Sauðárkróki, eða senda á netfangið runargu@skagafjordur.is

 

Rúnar Guðmundsson

skipulagsfulltrúi

Sveitarfélagsins Skagafjarðar