Fara í efni

Fréttir

Nýr deildarstjóri fornleifadeildar

03.04.2020
Fréttir
Brenda Prehal hefur verið ráðin sem deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga. Brenda er doktorsnemi við CUNY, The City University of New York, og er rannsóknarefni hennar heiðnir greftrunarsiðir á Íslandi. Brenda hefur reynslu af fornleifarannsóknum víðs vegar um landið frá árinu 2010, m.a. á Vestfjörðum, Mývatni og í Reykjavík, hún hefur einnig stundað fornleifarannsóknir í Noregi og á Skotlandi, auk þess sem hún hefur starfað við kennslu í fornleifafræði við CUNY háskólann í New York.

Lumar þú á hugmynd til að bæta sveitarfélagið okkar?

03.04.2020
Fréttir
Unnið er að uppfærðu aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Kallað er eftir verkefnahugmyndum sem nýtast munu í vinnu við aðalskipulagið og bæta sveitarfélagið okkar. Hugmyndir eru sendar inn á síðuna Betri Skagafjörður sem er hluti af Betra Íslandi vefsíðunni. Þar geta íbúar sent inn sína hugmynd að verkefnum  í sínum byggðakjarna eða...

Íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar fjölgar

02.04.2020
Fréttir
Samkvæmt uppfærðum tölum um íbúafjölda sveitarfélaga á Íslandi sem Þjóðskrá Íslands birti í dag eru íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 4.053 talsins. Hefur íbúum fjölgað um 15 íbúa frá áramótum eða um 0,4%. Sé litið til 1. desember 2018 var íbúafjöldi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 3.990 talsins og hefur því íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar fjölgað um 63 íbúa á þessu tímabili.

Hvatning til íbúa í Skagafirði

02.04.2020
Fréttir
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur íbúa sveitarfélagsins, bæði börn og fullorðna, til að taka virkan þátt í Lestrarverkefninu Tími til að lesa sem Mennta- og menningarmálaráðuneyti hleypti af stokkunum í gær. Í verkefninu er gert ráð fyrir að þátttakendur skrái allan sinn lestur á vefsíðunni timitiladlesa.is

Sveitarstjórnarfundur 1. apríl 2020, fjarfundur

30.03.2020
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl.16:15 með fjarfundabúnaði.

Menntastefna Skagafjarðar

30.03.2020
Fréttir
Ný Menntastefna Skagafjarðar hefur nú verið gefin út og tekið gildi. Vinna við mótun menntastefnunnar hefur staðið yfir í u.þ.b. eitt ár. Menntastefnan var unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Frístundar og Fræðsluþjónustu Skagfirðinga. Alls hafa um 910 einstaklingar komið að mótunarferlinu, nemendur allra skólastiga, starfsfólk skóla/frístundar, starfsfólk fræðsluþjónustu, kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd ásamt þátttakendum á íbúafundum.

Nýtt ferðaþjónustukort fyrir Skagafjörð

27.03.2020
Fréttir
Nýlega gáfu Sveitarfélagið Skagafjörður og Félag Ferðaþjónustunnar í Skagafirði út nýtt Skagafjarðarkort. Er Skagafjarðarkortinu ætlað að sameina Skagafjarðarbæklinginn og afrifukort af Skagafirði, sem hefur verið gefin út undanfarin ár, í eitt öflugt kort fyrir ferðamenn þar sem allar helstu upplýsingar um Skagafjörð er að finna. Kortið sýnir þá áhugaverðu staði, þjónustu og afþreyingu sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn.

Rafræn opnun Húss frítímans

27.03.2020
Fréttir
Hús frítímans er nú með í gangi rafræna opnun fyrir krakkana í 8.-10. bekk í Skagafirði. Rafræn opnun fer fram í lokuðum hóp á Instagram þar sem hver bekkur hefur sinn hóp. Krakkarnir fá send til sín verkefni sem þau eiga að leysa og fá stig fyrir. Meðal verkefna sem þau hafa verið að leysa þessa vikuna eru hreyfing í 30 mínútur á dag, TikTok...

Við lok annarrar vinnuviku í samkomubanni

27.03.2020
Fréttir
Þrátt fyrir miklar raskanir á daglegu lífi flestra íbúa Skagafjarðar í kjölfar samkomubanns, sem nú hefur staðið yfir í 12 daga, þá gengur starfsemi flestra stofnana og fyrirtækja nokkuð vel fyrir sig hér á svæðinu.