Lumar þú á hugmynd til að bæta sveitarfélagið okkar?

Unnið er að uppfærðu aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Kallað er eftir verkefnahugmyndum sem nýtast munu í vinnu við aðalskipulagið og bæta sveitarfélagið okkar.

Hugmyndir eru sendar inn á síðuna Betri Skagafjörður sem er hluti af Betra Íslandi vefsíðunni. Þar geta íbúar sent inn sína hugmynd að verkefnum  í sínum byggðakjarna eða þeim sem næstur þeim er. Einnig geta íbúar kosið þær hugmyndir sem þeim líst vel á með því að smella á hjartað við hugmyndina eða skrifað athugasemdir við hugmyndina. 

Íbúar eru hvattir til að taka þátt í hugmyndavinnunni og koma sínum hugmyndum á framfæri. Allar hugmyndir eru góðar hugmyndir. 

Hægt er að koma sínum hugmyndum á framfæri hér: https://betraisland.is/community/1116