Fara í efni

Fréttir

Menntabúðir í Grunnskólanum austan Vatna

13.02.2020
Fréttir
Menntabúðir voru haldnar í Grunnskólanum austan Vatna þriðjudaginn 10. febrúar sl. fyrir starfsfólk leik-, grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Skipuleggjendur viðburðarins að þessu sinni voru kennarar í Grunnskólanum austan Vatna og Leikskólanum Tröllaborg. Í skólum í Skagafirði er starfandi samstarfsteymi um menntabúðir sem skipað er fulltrúum frá hverjum skóla. Þetta er í annað sinn sem hópurinn stendur fyrir menntabúðum af þessu tagi, í nóvember sl. voru menntabúðir haldnar í Árskóla og ráðgert er að halda þriðju menntabúðirnar í Varmahlíðarskóla í mars næstkomandi.

Línulegt samtal - opinn fundur í Ljósheimum 13. febrúar

13.02.2020
Fréttir
Landsnet boðar er til fundar og vinnustofu með landeigendum og íbúum á svæðinu milli Blöndu og Akureyrar fimmtudaginn 13. febrúar kl 16. Fundurinn hefst með nokkrum erindum áður en umræður og hugmyndavinna hefjast í hópum.

Sveitarstjórnarfundur 12. febrúar 2020

04.02.2020
Fréttir
Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 12. febrúar n.k. hefst kl. 12:00

Skrifað undir samninga vegna nýs leikskóla á Hofsósi

04.02.2020
Fréttir
Mánudaginn 3. febrúar sl. var skrifað undir verksamning við Uppsteypu ehf. um byggingu viðbyggingar við Grunnskólann austan vatna. Viðbyggingin, sem rísa mun sunnan við núverandi skólahúsnæði, mun hýsa leikskólann Barnaborg sem nú er í bráðabirgðarhúsnæði á Hofsósi. Viðbygging er 205,5m2, steypt á einni hæð með flötu þaki, einangrað að utan og...

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag

01.02.2020
Fréttir
1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár.  Dagurinn hefur fest sig í sessi undanfarin ár og er hans nú getið á fjölmörgum dagatölum og í...

Skíðavika framundan í Tindastóli

31.01.2020
Fréttir
Dagana 2.-9. febrúar verður mikið um að vera á skíðasvæðinu í Tindastólnum í tilefni 20 ára afmælis skíðasvæðisins. Sunnudaginn 2. febrúar verður nýja skíðalyftan tekin formlega í notkun kl 13 og verður frítt á skíði í boði skíðadeildarinnar.

Sameiginleg bókun sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um Hálendisþjóðgarð

21.01.2020
Fréttir
Á fundi byggðarráðs í gær þann 20. janúar var lögð fram sameiginleg umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra og Akrahrepps um framvarp til laga um Hálendisþjóðgarð sem er til kynningar á samráðsgátt stjórnvalda.

Samningur um sjúkraflutninga undirritaður

20.01.2020
Fréttir
Síðastliðinn föstudag var undirritaður nýr samningur um sjúkraflutninga á milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Brunavarnir Skagafjarðar munu sjá um framkvæmd samningsins líkt og undanfarin ár.  Samningurinn, sem gildir til næstu 5 ára, nær til sjúkraflutninga í Skagafirði, utan Fljóta sem njóta þjónustu frá...

Truflanir í hitaveitu í Blönduhlíð

20.01.2020
Fréttir
Í dag frá klukkan tíu má búast við heitavatsnleysi og truflunum á rennsli í Blönduhlíð vegna viðgerða í dælustöð við Syðstu-Grund. Um er að ræða afleiðingar óveðursins í desember. Búist er við að viðgerðin muni standa fram eftir degi og biðjast Skagafjarðarveitur velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að valda.