Fara í efni

Skíðavika framundan í Tindastóli

31.01.2020
Frá skíðasvæðinu í Tindastóli

Dagana 2.-9. febrúar verður mikið um að vera á skíðasvæðinu í Tindastólnum í tilefni 20 ára afmælis skíðasvæðisins. Sunnudaginn 2. febrúar verður nýja skíðalyftan tekin formlega í notkun  kl 13 og verður frítt á skíði í boði skíðadeildarinnar. Ýmis tilboð verða í gangi sem vert er að kynna sér hjá fyrirtækjum á Sauðárkróki, ásamt kynningu á skíðabúnaði. Í boði verða gönguskíðanámskeið á íþróttavellinum á Sauðárkróki á fimmtudeginum og föstudeginum og sunnudaginn 9. febrúar verður Tindastólsganga á skíðum í umsjón Birgis Gunnarssonar og Sævars og Gunnars Birgissona.

Skíðasvæðið í Tindastóli er einstaklega hentugt fyrir alla fjölskylduna, með brekkum jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna, bretta- og gönguskíðafólk.  

Nánar má kynna sér dagskrána hér.