Fara í efni

Fréttir

Hætta vegna snjósöfnunar undir háspennulínum á Þverárfjalli

13.03.2020
Fréttir
Mikill snjór er nú á Þverárfjalli á Skaga. Snjór hefur m.a. hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar. Frétt uppfærð 12.03.2020, kl 17:20: Snjór á þessu svæði er nú orðinn svo mikill að vírinn þar sem hann er lægstur er kominn niður fyrir 2metra. Það verður reynt að ryðja snjó undan línunni ef aðstæður leyfa og verður það líklega gert mánudaginn 16.3.2020. Um fleiri kafla á línunni getur verið að ræða og fólk sem á leið um þetta svæði er vinsamlegast beðið um að sýna varkárni. Við bendum einnig á síma svæðisvaktar RARIK á Norðurlandi, 528 9690.

Aðgerðir til að stuðla að öryggi og viðhalda rekstri í heimsfaraldri

10.03.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur uppfært sína viðbragðsáætlun sem er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Þessi viðbragðsáætlun á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum Sveitarfélagsins Skagafjarðar til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.

Fjarskaland í flutningi 10. bekkjar Árskóla

10.03.2020
Fréttir
Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki frumsýna verkið, Fjarskaland, í Bifröst miðvikudaginn 11. mars. Í Fjarskalandi eiga persónur gömlu, góðu ævintýranna heima og ef við hættum að lesa ævintýrin er hætta á að persónurnar hverfi. Dóra, sem hefur gaman af lestri, fær það hlutverk að bjarga ævintýrunum og um leið ömmu sinni sem er týnd í Fjarskalandi. Í þeirri ævintýraför hittir hún ýmsar persónur eins og Gilitrutt, Dísu ljósálf, Dimmalimm, Rauðhettu og Mjallhvíti og dvergana sjö.

Takmörkun á starfsemi í stofnunum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19

09.03.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að bregðast við neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 veirunnar í samráði við sóttvarnalækni Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu til að tryggja sem best öryggi í þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur eftir...

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 11. mars 2020

09.03.2020
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 11. mars 2020 kl.16:15 að Sæmundargötu 7B

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 | Information about COVID-19 virus outbreak

06.03.2020
Fréttir
Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19English belowRíkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19). Fyrstu smit innanlands voru staðfest í dag. Þau eru tvö talsins. Í kjölfarið var ákveðið að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Það er gert m.a. á grunni þess að sýkingin er nú...

Fyrirhugað verkfall Kjalar, 9. og 10. mars 2020

06.03.2020
Fréttir
Fyrirhugað verkfall félagsmanna Kjalar verður að öllu óbreyttu í næstu viku; mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. Það hefst á miðnætti og lýkur á miðnætti (tveir sólarhringar). Ef samningar nást fyrir mánudag verður ekki af verkfalli og starfsemi helst óbreytt í stofnunum sveitarfélagsins. Félagsmenn Kjalar eru ríflega 100 talsins hjá...

Hættuástand á Þverárfjalli - tilkynning frá RARIK

06.03.2020
Fréttir
Mikill snjór er nú á Þverárfjalli. Snjór hefur m.a. hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar og er vírinn þar sem hann er lægstur kominn niður fyrir 3 m. Um fleiri kafla á línunni getur verið að ræða og fólk sem er á ferðinni um þetta svæði er vinsamlegast beðið um að sýna varkárni. Við bendum einnig á síma svæðisvaktar RARIK á Norðurlandi. Tilkynning frá RARIK

Fasteign á lóð númer 70 við Sauðárhlíð á Sauðárkróki til sölu

04.03.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til sölu fasteign á lóð númer 70 við Sauðárhlíð á Sauðárkróki, fasteignanr. F2132646, landnr. 144009. Um er að ræða hlöðu sem byggð var árið 1959, u.þ.b. 80 m2 og stendur á 2400 m2 lóð. Ráðstöfun lóðar er bundin því skilyrði að hefðbundinn lóðarleigusamningur verði gerður til allt að 25 ára, sem taki m.a. mið...