Fara í efni

Fréttir

Álagningu fasteignagjalda 2020 lokið

18.01.2020
Fréttir
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".

Söngleikurinn, Slappaðu af, í Miðgarði um helgina.

17.01.2020
Fréttir
Nemendur 7.-10. bekkjar Varmahlíðarskóla halda sína árlegu árshátíð um helgina og að þessu sinni er það söngleikurinn, Slappaðu af, sem verður sýndur í Miðgarði í kvöld kl 19 og á morgun, laugardaginn 18. janúar, kl 15.

Nýr starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki

15.01.2020
Fréttir
Ingi Vífill Guðmundsson, hefur verið ráðinn á starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki. Í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir að Ingi Vífill hafi reynslu á rekstri sprotafyrirtæka og nýsköpunar á sviði markaðs- og kynningarmála. Hann sé með fjölbreytta menntun og er meðal annars grafískur hönnuður. Ingi Vífill hefur unnið...

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð og Sundlaugin á Hofsósi lokuð á morgun 14. janúar

13.01.2020
Fréttir
Vegna appelsínugulrar viðvörunar Veðurstofunnar, sem gildir til miðnættis á morgun, munu Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð og Sundlaugin á Hofsósi vera lokaðar á morgun. Ákvörðun vegna Sundlaugarinnar á Sauðárkróki verður tekin snemma í fyrramálið. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að kanna með opnun í síma: 453-5226.

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð og Sundlaugin á Hofsósi lokuð á morgun 14. janúar

13.01.2020
Fréttir
Vegna appelsínugulrar viðvörunar Veðurstofunnar, sem gildir til miðnættis á morgun, munu Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð og Sundlaugin á Hofsósi vera lokaðar á morgun. Ákvörðun vegna Sundlaugarinnar á Sauðárkróki verður tekin snemma í fyrramálið. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að kanna með opnun í síma: 453-5226.

Allt skólahald í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar fellur niður á morgun, þriðjudaginn 14. janúar.

13.01.2020
Fréttir
Vegna appelsínugulrar viðvörunar Veðurstofunnar hefur verið tekin ákvörðun um að fella allt skólahald í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun. Viðvörun þessi er í gildi fram til miðnættis annað kvöld og því útlit fyrir afar slæmt veður í öllum firðinum.Mikilvægt er að brýna fyrir íbúum að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu og í...

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 15. janúar 2020

13.01.2020
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar miðvikudaginn 15. janúar 2020 kl 16:15 að Sæmundargötu 7.

Tilkynning til forráðamanna barna í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar

13.01.2020
Fréttir
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðurland vestra upp úr kl 14 í dag. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að skólahald í grunnskólunum í Varmahlíð og austan Vatna ljúki klukkan 11:00 í dag og börn sem búa utan Sauðárkróks ljúka sínum skóladegi klukkan 13:00.

Óskað eftir tilboðum í Laugaveg 17, Varmahlíð.

10.01.2020
Fréttir
Sveitarfélögin í Skagafirði bjóða til sölu fasteignina við Laugaveg 17 í Varmahlíð.