Tilkynning til forráðamanna barna í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðurland vestra upp úr kl 14 í dag. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að skólahald í grunnskólunum í Varmahlíð og austan Vatna ljúki klukkan 11:00 í dag og börn sem búa utan Sauðárkróks ljúka sínum skóladegi klukkan 13:00. Foreldrar leikskólabarna eru beðnir um að fylgjast vel með veðri og ná í börn sín ef veður fer mjög versnandi. Eins og endranær munu skólayfirvöld fylgjast grannt með spám og viðvörunum vegna morgundagsins og leitast við að koma fréttum af skólahaldi tímanlega á framfæri. Mikilvægt er þó að ítreka að foreldrar sjálfir meti stöðuna með tilliti til þess hvort þeir treysta börnum sínum til og frá skóla. Eins og alkunna er getur veðrið verið mjög mismunandi á einstaka stöðum innan Skagafjarðar og því verður ekki nógsamlega ítrekað að foreldrar leggi sjálfir mat á aðstæður.