Nýr starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki

Ingi Vífill Guðmundsson nýr starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki
Ingi Vífill Guðmundsson nýr starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki

Ingi Vífill Guðmundsson, hefur verið ráðinn á starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki. Í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir að Ingi Vífill hafi reynslu á rekstri sprotafyrirtæka og nýsköpunar á sviði markaðs- og kynningarmála. Hann sé með fjölbreytta menntun og er meðal annars grafískur hönnuður. Ingi Vífill hefur unnið að markaðssetningu á samfélagsmiðlum hjá aðilum eins og auglýsingastofunni ENNEMM, Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Hannesarholti. Frumkvöðla- og hönnunarhugsun er honum eðlislæg.

Starfsstöð hans verður hjá Byggðastofnun.