Fara í efni

Söngleikurinn, Slappaðu af, í Miðgarði um helgina.

17.01.2020

Nemendur 7.-10. bekkjar Varmahlíðarskóla halda sína árlegu árshátíð um helgina og að þessu sinni er það söngleikurinn, Slappaðu af, sem verður sýndur í Miðgarði í kvöld kl 19 og á morgun, laugardaginn 18. janúar, kl 15. Höfundur söngleiksins er Felix Bergsson og Íris Olga Lúðvíksdóttir og Trostan Agnarsson leikstýra verkinu.

Eftir sýninguna í kvöld verður unglingaball í Miðgarði þar sem Hljómsveit hússins heldur uppi stuðinu og af lokinni laugardagssýningunni verður veislukaffi í skólanum.