Fara í efni

Fréttir

Sæluviku Skagfirðinga frestað

20.03.2020
Fréttir
Vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og tilmæla Almannavarna Ríkisins hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta Sæluviku Skagfirðinga sem fara átti fram vikuna 26. apríl – 3. maí 2020. Til skoðunar er að halda Sæluviku Skagfirðinga á haustmánuðum eða mögulega að færa til næsta árs. Verður ákvörðun tilkynnt síðar. Sveitarfélagið Skagafjörður biðlar...

Sundlaug Sauðárkróks lokar tímabundið vegna framkvæmda

20.03.2020
Fréttir
Vegna framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks verður laugin lokuð frá og með n.k. mánudegi 23. mars og fram eftir vikunni. Opnun verður auglýst síðar. Sundlaugarnar á Hofsósi og í Varmahlíð eru opnar samkvæmt opnunartíma. 

Í lok fyrstu vinnuviku í samkomubanni

20.03.2020
Fréttir
Ekki hefur farið fram hjá íbúum Skagafjarðar eða landsins alls að þegar klukkan sló eina mínútu yfir miðnætti aðfaranótt sl. mánudags, þá gekk í gildi samkomubann á Íslandi sem stendur yfir næstu fjórar vikurnar, eða til 13. apríl kl. 00:01.

Tilkynning um félagslega heimaþjónustu og heimsendan mat

17.03.2020
Fréttir
Athygli er vakin á því að eldra fólk og aðrir sem tilheyra viðkvæmum hópum sem hingað til hafa ekki fengið félagslega heimaþjónustu og/eða heimsendan mat geta haft samband við afgreiðslu Ráðhússins og óskað eftir símtali. Félagsráðgjafi mun hafa samband og aðstoða eftir þörfum meðan á samkomubanni vegna covid – 19 stendur.  Hringið í síma...

Íþróttahúsið í Varmahlíð lokað

17.03.2020
Fréttir
Íþróttahúsið í Varmahlíð verður lokað tímabundið meðan á samkomubanni stendur. Sundlaugin verður opin en lokað í rennibrautina, gufubaðið og kalda karið.

Íþóttamannvirki Sveitarfélagsins Skagafjarðar

16.03.2020
Fréttir
Ráðstafanir vegna samkomubanns vegna COVID-19 veirunnar Opnunartímar haldast óbreyttir í sundlaugum og íþróttahúsum á meðan á samkomubanni stendur. Sjá nánar hér. Gufuböðum og köldum körum verður lokað tímabundið á meðan þetta ástand varir. Þar sem tilmæli geta breyst með stuttum fyrirvara er því beint til viðskiptavina/iðkenda á fylgjast náið...

Tilkynning um breytta starfsemi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki

16.03.2020
Fréttir
Samkvæmt aðgerðaáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar um órofna starfsemi og þjónustu vegna COVID-19 smithættu verða breytingar á starfsemi og aðgengi að Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Eftirfarandi gildir frá og með þriðjudeginum 17. mars 2020.

Viðbrögð Almannavarna á NV-landi vegna COVID-19 faraldursins.

14.03.2020
Fréttir
Síðastliðinn mánudag var virkjuð Aðgerðarstjórnstöð Almannavarna (AST) fyrir Norðvesturland á Sauðárkróki. Er hún skipuð fulltrúum viðbragðsaðila og heilbrigðisstofnana sem reynslu hafa af stjórnun almannavarnaraðgerða. Aðgerðastjórnstöðin samhæfir og stýrir aðgerðum í umdæminu.

Upplýsingar vegna samkomubanns

13.03.2020
Fréttir
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður með breyttu sniði.