Íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar fjölgar

Íbúaþróun Svf Skagafjarðar fyrstu þrjá mánuði ársins.
Íbúaþróun Svf Skagafjarðar fyrstu þrjá mánuði ársins.

Samkvæmt uppfærðum tölum um íbúafjölda sveitarfélaga á Íslandi sem Þjóðskrá Íslands birti í dag eru íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 4.053 talsins. Hefur íbúum fjölgað um 15 íbúa frá áramótum eða um 0,4%. Sé litið til  1. desember 2018 var íbúafjöldi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 3.990 talsins og hefur því íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar fjölgað um 63 íbúa á þessu tímabili.

Á Norðurlandi vestra fjölgaði íbúum um 13 einstaklinga á fyrstu þremur mánuðum ársins. Mesta fækkun íbúa var á Norðurlandi eystra eða um 47 íbúa.