Fara í efni

Hvatning til íbúa í Skagafirði

02.04.2020

 

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur íbúa sveitarfélagsins, bæði börn og fullorðna, til að taka virkan þátt í Lestrarverkefninu Tími til að lesa sem Mennta- og menningarmálaráðuneyti hleypti af stokkunum í gær.  Í verkefninu er gert ráð fyrir að þátttakendur skrái allan sinn lestur á vefsíðunni timitiladlesa.is

 Á vefsíðunni verður hægt að fylgjast með framvindu verkefnisins, sameiginlegum lestri þjóðarinnar sem skráður er dag hvern, einnig verður þar safnað saman ýmsum upplýsingum um lestur, hugmyndum að lesefni, hvatningarmyndböndum frá rithöfunum og fleira. Gunnar Helgason rithöfundur og leikari er sérstakur talsmaður verkefnisins.

Gert er ráð fyrir því að lestrarverkefnið muni standa allan aprílmánuð og standa vonir til að afraksturinn verði skráður í Heimsmetabók Guinness og verði þá fyrsta skráða heimsmet sinnar tegundar.

Markmið verkefnisins er m.a. að virkja keppnisskap þjóðarinnar!

Vertu með í landsliðinu í lestri – við setjum heimsmet í apríl 2020!

Hér á slagorð Lestrarstefnu Skagafjarðar vel við:

Lestur er börnum bestur!

Lestrarstefna Skagafjarðar