Sumarátaksstörf námsmanna og átaksverkefnið V.I.T

Fjölbreytt og áhugaverð sumarstörf eru í boði fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem eru með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði og eru á milli anna í námi. Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun og eru 9 störf í boði. Störfin eru af ýmsum toga, t.d. umhverfisstörf sem felast í fegrun umhverfis og ásýndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og störf er snúa að því að aðstoða við félagslega þáttöku barna, eldri borgara og fatlaðs fólks. Einnig eru störf í boði er snúa að skráningu og skönnun skjala, skráa og ljósmynda sem og gerð hlaðvarpsþátta og/eða stutt kynningar- og fræðslumyndskeiða.

Umsækjendur um sumarátaksstörf námsmanna eru beðnir um að sækja um störfin í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Hrefna G. Björnsdóttir, mannauðsstjóri, á netfanginu hrefnag@skagafjordur.is.

 

Átaksverkefnið V.I.T

Skráning er einnig hafin í átaksverkefnið V.I.T. þar sem ungmenni fædd 2002 og 2003 geta skráð sig til vinnu í sumar. Verkefnið V.I.T. – Vinna, íþróttir og tómstundir verður starfandi sumarið 2020 frá 2. júní til 14. ágúst. Í verkefninu felst að fyrirtæki taki ungmenni fædd 2002 og/eða 2003 í þjálfun og vinnu í allt að 240 tíma á tímabilinu. Viðkomandi fyrirtæki er  skuldbundið til að hafa ungmenni í þjálfun og vinnu í að lágmarki 240 tíma yfir tímabilið.

Hægt er að skrá sig í V.I.T hér.

Tengiliður verkefnisins er Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður Vinnuskóla Skagafjarðar og VITS, sími: 660- 4639 eða í valdi@skagafjordur.is.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is undir laus störf.