Laus störf

Laus störf eru auglýst hér:

 

Skagafjarðarhafnir - umsóknarfrestur er t.o.m. 25. september (birt 09.09.2022)

Sundlaugin á Hofsósi - umsóknarfrestur er t.o.m. 27. september (birt 14.09.2022)

Heimaþjónusta - umsóknarfrestur er t.o.m. 2. október (birt 19.09.2022)

Þroskaþjálfi, Ársalir - umsóknarfrestur er t.o.m. 11. október (birt 23.09.2022)

 

Umsóknir um störf:

Umsækjandi skal sækja um starf í íbúagátt, sem finna má hér og smella á "Almenn atvinnuumsókn".
Allir sem orðnir eru 18 ára geta sótt um í íbúagáttinni, ekki er nauðsynlegt að hafa lögheimili í sveitarfélaginu.
Innskráning í íbúagáttina krefst Íslykils eða rafræns skilríkis.

Sækja um Íslykil.

 

Umsóknir og meðferð þeirra:

  • Umsækjendur skulu sækja um starf í íbúagátt.
  • Þegar umsókn hefur verið send fær umsækjandi tilkynningu um að umsókn hafi borist. 
  • Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið.
  • Einnig er hægt að leggja inn almenna umsókn sem gildir fyrir tímabundin afleysingastörf. Þær umsóknir eru ekki teknar með við úrvinnslu á auglýstum störfum heldur einungis skoðaðar ef um tímabundin afleysingarstörf er að ræða. Almennar umsóknir gilda í sex mánuði og er ekki svarað sérstaklega nema ef um ráðningu er að ræða. Þessar umsóknir gilda ekki um sumarstörf eða önnur auglýst störf, sækja þarf sérstaklega um þau.

Fyrirspurnir má senda á skagafjordur@skagafjordur.is.  

 

Nokkur góð ráð fyrir umsækjendur við gerð ferilskrár og kynningarbréfs:

Eftirfarandi þarf að koma fram á ferilskrá:

  • Persónulegar upplýsingar um markmið í starfi
  • Menntun og starfsreynsla, eftir tímabilum
  • Tungumála- og tölvukunnátta
  • Annað, s.s. félagsstörf og áhugamál
  • Umsagnaraðilar
  • Mynd af umsækjenda - frjálst val.

Hafa ber í huga að ferilskráin eru fyrstu kynni atvinnurekanda af umsækjenda.

Tillögu að ferilskrá má finna hér.

 

Kynningarbréf

Kynningarbréf er viðbót við ferilskrána þína. Flestir sem eru í atvinnuleit hafa vandaða ferilskrá sem gefur skýra mynd af einstaklingnum og hæfileikum hans. Þegar sótt er um fleiri en eitt starf á svipuðum tíma er í flestum tilfellum óþarfi að endurskrifa ferilskrána til að hún hæfi fleiru en einu starfi. Hins vegar getur verið gott að skrifa stuttan texta um það af hverju þú teljir þig passa í það starf sem þú ert að sækja um. Þannig gefur kynningarbréfið þér kost á að nota sömu ferilskrána með umsókn þinni í önnur störf. Hafðu kynningarbréfið hnitmiðað og vertu búinn að kynna þér starfið og fyrirtækið vel, hver sér um ráðningamál og stílaðu bréfið á þann einstakling.

Starfsstaðir á vegum sveitarfélagsins:

Skólar

Íþróttir og tómstundir

 FélagsþjónustaAnnað