Sundlaugar í Skagafirði opna mánudaginn 18. maí

Sundlaugarnar á Sauðárkróki, Hofssósi og í Varmahliíð opna á mánudagsmorgun samkvæmt auglýstum opnunartíma sem finna má hér.

Opnun lauganna er þó háð þeim takmörkunum að aðeins mega 50 manns vera á laugarsvæði hverrar laugar hverju sinni, auk þess sem ekki verður boðið uppá viðbótarþjónustu, t.d. einsog hárblásara.

Viðskiptavinir eru svo minntir á að virða 2 metra nálægðarviðmið og safnast ekki of margir saman á litlu svæði, t.d. í heitum pottum.

Athygli er vakin á því að vegna viðhalds opnar heitipotturinn á Hofsósi ekki fyrr en viku seinna. Einnig er athygli vakin á að vegna sundnámskeiða 1.-3. bekkjar í Árskóla, lokar laugin á Króknum milli kl. 13-16 maánudag og þriðjudag.