Áhugaverðir viðburðir framundan fyrir smáframleiðendur matvæla
03.10.2014
Fréttir
Þann 13. nóvember nk. verður haldin ráðstefna í Norræna húsinu þar sem hægt verður að fræðast um hvernig frændur okkar á Norðurlöndunum hafa markaðssett matarframleiðslu úr héraði. Ráðstefnan er haldin samhliða fyrstu Íslandsmeistarakeppninni í matarhandverki.