Hreyfivika - frítt í sund um helgina milli kl 10 - 12

Eins og komið hefur fram er sundlaugargestum á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð boðið frítt í sund í tilefni hreyfiviku. Búið var að auglýsa alla daga 29. sept - 5. okt milli kl 17 og 19 en þar sem sundlaugarnar loka fyrr um helgar er frítt milli kl 10 og 12 um helgina 4. og 5. okt.