Fara í efni

Landsfundur jafnréttisnefnda 2014

24.09.2014

Landsfundurinn var haldin í Reykjavík og fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar mættu Bjarki Tryggvason, formaður Félags- og tómstundanefndar, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri og Hrefna G. Björnsdóttir, mannauðsstjóri. Félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar fer með verkefni jafnréttisnefndar samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

 Fundurinn var undirbúinn af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Jafnréttisstofu. Landsfundum er ætlað að vera vettvangur til að fræðast, efla tengsl og stofna til samstarfs um verkefni á sviði jafnréttismála. Jafnréttisnefndir sveitarfélaga eða þær nefndir sem fara með hlutverk þeirra skulu, skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/20087, leggja fram jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Landsfundurinn var góður undirbúningur fyrir þá vinnu.

 Hér má finna Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2012-2014.

 Á heimasíðu Reykjavíkurborgar má finna nánari upplýsingar, glærur sem fyrirlesarar notuðu og nokkrar myndir af fundinum.