Fara í efni

Áhugaverðir viðburðir framundan fyrir smáframleiðendur matvæla

03.10.2014

Smáframleiðsla matvæla logoÞann 13. nóvember nk. verður haldin ráðstefna í Norræna húsinu þar sem hægt verður að fræðast um hvernig frændur okkar á Norðurlöndunum hafa markaðssett matarframleiðslu úr héraði. Ráðstefnan er haldin samhliða fyrstu Íslandsmeistarakeppninni í matarhandverki. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar hér.

Í kringum keppnina verður einnig boðið upp á vettvangsferð þann 12. nóvember þar sem heimsóttir verða smáframleiðendur á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Jafnframt verður boðið upp á hálfs dags námskeið og stutta fyrirlestra 14. nóvember fyrir smáframleiðendur og aðra áhugasama um matvælaframleiðslu.

Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan:

Vettvangsferð

Námskeið fyrir smáframleiðendur og aðra áhugasama