Fara í efni

Laufskálarétt um helgina

26.09.2014

Laufskálarétt er oft kölluð drottning stóðréttanna sökum vinsælda. Margir mæta í Hjaltadalinn og er mannfólkið sennilega ekki í minnihluta þegar litið er yfir svæðið. Hrossastóðið verður rekið úr Kolbeinsdal til réttarinnar uppúr kl 11:30 og hefjast réttarstörfin kl 13:00.

Forskot á sæluna verður tekið á föstudagskvöldinu með stórsýningu í reiðhöllinni Svaðastöðum og opnar höllin kl 20:00. Að sýningu lokinni er ball með Upplyftingu á Hótel Mælifelli og í menningarhúsinu Miðgarði munu Sigvaldi, Alex Már og Jón Gestur halda uppi fjörinu.

Laufskálaréttarballið verður í reiðhöllinni Svaðastöðum og hefst kl 23:00 og er það hljómsveitin Von ásamt Matta Matt, Ingó Veðurguði og Ernu Hrönn sem sjá um að skemmta gestunum.